Lykiltölur
Lykiltölur
Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2017 var lagður fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar 13. mars 2018 og samþykktur af bæjarstjórn 5. apríl 2018.
Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2017 var lagður fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar 13. mars 2018 og samþykktur af bæjarstjórn 5. apríl 2018.
Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2017 var lagður fram í bæjarráði Garðabæjar 13. mars sl. og samþykktur í bæjarstjórn Garðabæjar 5. apríl sl. Rekstrarafgangur nam 1.153 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 520 millj. kr. rekstrarafgangi. Veltufé frá rekstri nam 2.215 millj. kr. sem er um 16% í hlutfalli við rekstrartekjur.
Ársreikninginn í heild sinni má nálgast hér. (pdf-skjal)
Skuldahlutfall úr A og B hluta þróun síðustu ára og áætlun næstu ára. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélögum að halda heildarskuldum og skuldbindingum undir 150% af reglulegum tekjum. Skuldahlutfall Garðabæjar var 84,8% skv. ársreikningi 2017.