Íbúasamráð
Íbúasamráð
Bæjarstjórn Garðabæjar leggur ríka áherslu á samráð og samtal við íbúa bæjarins. Á árinu voru margar leiðir nýttar til að fá fram álit íbúa.
Bæjarstjórn Garðabæjar leggur ríka áherslu á samráð og samtal við íbúa bæjarins. Á árinu voru margar leiðir nýttar til að fá fram álit íbúa.
Bæjarstjórn Garðabæjar leggur ríka áherslu á samráð og samtal við íbúa bæjarins. Á árinu 2017 voru haldnir fjölmargir íbúafundir ásamt því að aðrar leiðir voru nýttar til að fá fram álit íbúa.
Vel sóttur íbúafundur um miðsvæði Álftaness var haldinn 12. janúar 2017. Dómnefnd í samkeppni um deiliskipulag miðsvæðisins boðaði til fundarins í þeim tilgangi að heyra sjónarmið og áherslur íbúa áður en keppnislýsing var samin.
Í febrúar og mars voru haldnir íbúafundir með fulltrúum lögreglu í Flataskóla og í hátíðarsalnum á Álftanesi. Á fundunum var sagt frá átaki Garðabæjar um nágrannavörslu og hvernig staðið hefði verið að því undanfarin ár. Einnig var farið yfir tölfræði umr afbrot, þróun hennar undanfarin ár og rætt um viðhorf íbúa til lögreglu, samkvæmt könnunum.
Íbúafundur um tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis var haldinn 11. maí 2017.
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar stóð að opnum fundi þriðjudaginn 23. maí 2017 undir yfirskriftinni ,,Menntun – grunnur lífsgæða“ þar sem m.a. voru flutt erindi um þekkingarsamfélag og hvers framtíðin krefst af skólakerfinu.
Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 var haldinn í Flataskóla þriðjudaginn 30. maí 2017. Þann 19. júní rann út frestur til þess að skila inn athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar. Á sjötta tug athugasemda bárust og voru þær lagðar fram á næsta fundi skipulagsnefndar Garðabæjar og vísað til úrvinnslu.
Íbúafundur um framtíðarskipulag Vífilsstaðaland s var haldinn 13. júní 2017. Fundurinn var haldinn sem liður í undirbúningi fyrir samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands sem var haldin á árinu.
Garðabær birti ,,opið bókhald“ á vef Garðabæjar í júní 2017 með mælaborðum sem sýna tekjur og gjöld. Tilgangur þess var að veita íbúum, fjölmiðlum og öðrum sem láta sig rekstur sveitarfélaga varða, aukinn og einfaldari aðgang að rekstrarupplýsingum í anda gagnsæis og opins lýðræðis. Vorið 2018 var lokað fyrir aðgang að opna bókhaldinu þar sem unnt var í takmarkaðan tíma að nálgast tilteknar upplýsingar sem áttu ekki að vera aðgengilegar þar.
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hélt opinn fund í september þar sem fjallað var um skipulag íþróttastarfs fyrir börn og unglinga.
Leikskólanefnd Garðabæjar hélt opinn fund í október þar sem flutt voru erindi um svefn og heilsu og um félagsmótun, staðalmyndir og jafnrétti.
Fyrsta ungmennaþing Garðabæjar var haldið miðvikudaginn 8. nóvember sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi, á vegum ungmennaráðs Garðabæjar. Ungmennum á aldrinum 14-20 ára var boðið að taka þátt í þinginu.
Íbúar Garðabæjar voru hvattir til að taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021 með því að senda inn tillögur og ábendingar.
Í lok árs 2017 gátu íbúar tekið þátt í vali á íþróttamönnum Garðabæjar í vefkosningu á vef Garðabæjar.
Fyrri hluta þessa árs 2018 hafa einnig verið haldnir fjölmargir íbúafundir, þar má nefna íbúafundi í janúar og febrúar undir yfirskriftinni ,,Bjóðum í samtal“, Skólaþing Garðabæjar sem var haldið í byrjun mars og opinn fund um fjölnota menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ sem var haldinn um miðjan apríl.