Fræðslu- og menningarsvið
Fræðslu- og menningarsvið
Fræðslu- og menningarsvið hefur umsjón með skólamálum, íþrótta- og tómstundamálum og menningarmálum.
Fræðslu- og menningarsvið hefur umsjón með skólamálum, íþrótta- og tómstundamálum og menningarmálum.
Undir sviðið heyra leikskólar, grunnskólar og Tónlistarskóli Garðabæjar, íþróttamannvirki, söfn og menningarstofnanir.
Settur forstöðumaður sviðsins, frá 1. febrúar 2018, er Katrín Friðriksdóttir.
Á vorönn 2017 var úthlutað styrkjum úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla. Alls hlutu 23 verkefni styrk úr þróunarsjóði grunnskóla og 14 verkefni hlutu styrk úr þróunarsjóði leikskóla.
Ásta Kristín Valgarðsdóttir tók við starfi leikskólastjóra á leikskólanum Kirkjubóli 1. ágúst.
Við upphaf skólaárs haustið 2017 voru alls rúmlega 2500 börn í 1.-10. bekk í Garðabæ þar af um 210 börn í 1. bekk. Að auki voru um 70 börn í 5 ára bekkjum í Flataskóla og í Barnaskóla Hjallastefnunnar að Vífilsstöðum. Yfir 800 börn voru alls í leikskólum í Garðabæ.
Forvarnavika var haldin í leik- og grunnskólum Garðabæjar í október. Þema vikunnar var snjalltækjanotkun, líðan og svefn.
Öll skólastig í Garðabæ hlutu styrk í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2017 . Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál 2014-2020.
Hofsstaðaskóli varð 40 ára á árinu. Af því tilefni var haldin afmælishátíð í skólanum föstudaginn 1. september en þá var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og nemendur og starfsfólk gerði sér glaðan dag.
Þorgerður Anna Arnardóttir var ráðin í starf skólastjóra Urriðaholtsskóla 27. október.
Kennarar og annað starfsfólk í leik- og grunnskólum Garðabæjar kom saman á sérstökum menntadegi sem var haldinn á starfsdegi skólanna föstudaginn 27. október. Á menntadegi voru flutt 24 erindi sem fjölluðu um verkefni sem hafa hlotið styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ.
Flataskóli fékk í nóvember, á alþjóðlegum degi barna, viðurkenningu fyrir að vera annar af fyrstu tveimur skólunum á Íslandi til að fá titilinn réttindaskóli UNICEF. Einnig hlaut frístundaheimili Flataskóla, Krakkakot, viðurkenningu frístundaheimila.
Garðabær tók þátt í Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu 2.-5. febrúar og bauð upp á dagskrá á Safnanótt og Sundlauganótt.
Blásarasveitir Tónlistarskóla Garðabæjar fögnuðu 50 ára starfsafmæli sínu á árinu. Í tilefni þess héldu þær afmælistónleika í Vídalínskirkju laugardaginn 18. mars.
Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í tólfta sinn dagana 20.-22. apríl 2017.
Sigríður Sigurjónsdóttir var ráðin í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands í apríl.
Árleg Jónsmessugleði Grósku í samstarfi við Garðabæ var haldin fimmtudagskvöldið 22. júní á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandshverfinu.
Pétur Jóhann Sigfússon var útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2017.
Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu var haldin 9. nóvember sl . á Garðatorgi þegar hlómsveitin Moses Hightower steig á svið.
Farið var í fjölmargar sögugöngur á árinu og var góð þátttaka í þeim öllum. Garðabær tók einnig þátt í lýðheilsugönguverkefni Ferðafélags Íslands í september 2017.
Íþróttamenn Garðabæjar árið 2017 voru Andrea Sif Pétursdóttir fimleikakona úr Stjörnunni og Pétur Fannar Gunnarsson dansari í Dansfélagi Reykjavíkur. Þá var meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum hjá Stjörnunni valinn lið ársins og Halldór Ragnar Emilsson þjálfari í knattspyrnudeild Stjörnunnar þjálfari ársins.
Laugardaginn 13. maí 2017 var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og Ungmennafélags Álftaness (UMFÁ) um rekstur og eftirlit með vallarsvæðinu á Álftanesi.
Undirbúningur að nýju fjölnota íþróttahúsi hélt áfram á árinu. Í desember var auglýst eftir umsóknum um þátttöku í alútboði vegna hönnunar og byggingar á fjölnota íþróttahúsi í landi Vífilsstaða.