Fjármála- og stjórnsýslusvið

  • Vífilstaðaland

Fjármála- og stjórnsýslusvið

Fjármála- og stjórnsýslusvið er stoðsvið sem vinnur þvert á önnur sviðstjórnsýslunnar. Fjármála- og stjórnsýslusvið skiptist í fjármálaþjónustu, upplýsingadeild, tölvudeild og mannauðs- og kjaradeild. 


Helstu verkefni á fjármála- og stjórnsýslusviði:

Helstu verkefni sviðsins eru umsjón og eftirlit með daglegum fjármálalegum rekstri, mannauðs- og kjaramál, umsjón með tölvukerfum bæjarins, upplýsingagjöf og þjónusta við bæjarbúa.

Forstöðumaður sviðsins er bæjarritari. Hann er jafnframt skrifstofustjóri bæjarskrifstofanna og staðgengill bæjarstjóra. 

Helstu verkefni 2017

  • Í mars samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra, í samstarfi við lögreglu og Neyðarlínu, að undirbúa, sem tilraunaverkefni, uppsetningu á öryggismyndavélum á hringtorgi á Álftanesi, við Bessastaðaafleggjara . Myndavélin er komin upp og í byrjun árs 2018 gerðu Garðabær, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í Garðabæ.
  • Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undirrituðu 19. apríl 2017,  s amning um kaup Garðabæjar á landi Vífilsstaða . Í framhaldi af undirritun samningsins fór fram samkeppni um rammaskipulag svæðisins. 
  • Í júní var stigið það skref að opna bókhald Garðabæjar. Þetta var gert með því að birta opin mælaborð á vefsíðu Garðabæjar sem sækja gögn beint í bókhaldskerfi sveitarfélagsins. Vorið 2018 var lokað fyrir aðgang að opna bókhaldinu þar sem unnt var í takmarkaðan tíma að nálgast tilteknar upplýsingar sem áttu ekki að vera aðgengilegar þar. 
  • Íbúar Garðabæjar voru hvattir til að taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021 með því að senda inn tillögur og ábendingar.